Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 13. ágúst 2018 17:00
Elvar Geir Magnússon
Honda þjálfar Kambódíu á meðan hann spilar í Ástralíu
Honda í leik með japanska landsliðinu fyrir nokkrum árum.
Honda í leik með japanska landsliðinu fyrir nokkrum árum.
Mynd: Getty Images
Keisuke Honda, fyrrum landsliðsmaður Japan, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Kambódíu.

Ráðningin kemur viku eftir að Honda gerði leikmannasamning við Melbourne Victory í áströlsku deildinni.

Honda mun ekki missa af leikjum Melbourne því hlé er gert á áströlsku deildinni þegar það eru landsleikir.

Honda er 32 ára en hann mun ekki þiggja laun sem landsliðsþjálfari Kambódíu en knattspyrnusamband þjóðarinnar borgar ferðakostnað hans.

Honda mun vikulega fara á videofund frá heimili sínu í Melbourne þar sem hann mun funda með starfsliði knattspyrnusambands Kambódíu.

Kambódía er í 166. sæti á styrkleikalista FIFA en besti árangur landsliðsins kom í Asíubikarnum í Tælandi 1972 þar sem það hafnaði í fjórða sæti.

Honda lagði landsliðsskóna á hilluna eftir að Japan féll úr leik í 16-liða úrslitum HM í Rússlandi í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner