Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 13. ágúst 2018 20:12
Ingólfur Páll Ingólfsson
Inkasso-deildin: Selfoss náði í stig í Ólafsvík
Emir skoraði sjálfsmark í dag.
Emir skoraði sjálfsmark í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ó. 1 - 1 Selfoss
1-0 Ignacio Heras Anglada ('32 )
1-1 Emir Dokara ('74 , sjálfsmark)
Lestu nánar um leikinn

Selfoss kíkti í heimsókn til Víkings Ólafsvíkur í kvöld. Víkingar voru mun öflugri í fyrri hálfleik þar sem Kwame átti þó nokkrar marktilraunir sem Stefán Logi náði að eiga við. Hann kom þó engum vörnum við á 32. mínútu þegar Nacho Heras skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu.

Síðari hálfleikur var nokkuð jafn en á 74. mínútu kom jöfnunarmarkið. Emir Dokara var þá fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir aukaspyrnu.

Selfoss skoraði aftur stuttu síðar en markið var dæmt af. Víkingar blésu til stórsóknar í framhaldi og voru oft grátlega nálægt því að skora. Það tókst hinsvegar ekki og Víkingar tapa því mikilvægum stigum á heimavelli. Selfoss fara líklega sáttir heim með stig en hefðu þó getað stolið þessi með smá heppni.

Víkingur Ólafsvík er í þriðja sæti en Selfyssingar eru jafnir Magna frá Grenivík að stigum á botni deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner