Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 13. ágúst 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Lið 15. umferðar í Inkasso: Þrír Þróttarar
Stefán Þór Pálsson var frábær á miðjunni hjá ÍR gegn Leikni.
Stefán Þór Pálsson var frábær á miðjunni hjá ÍR gegn Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Tómas Pálmason varnarmaður úr Þrótti.
Finnur Tómas Pálmason varnarmaður úr Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Sigurðsson varnarmaður Hauka.
Davíð Sigurðsson varnarmaður Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
15. umferðin í Inkasso-deildinni fór fram á miðvikudag og fimmtudag. Þróttur R. varð fyrsta liðið til að vinna HK í sumar.

Þróttur vann leik liðanna 1-0 í Kórnum og Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Þróttar, er þjálfari umferðarinnar. Varnarmaðurinn ungi Finnur Tómas Pálmason átti frábæran leik sem og kantmennirnir Daði Bergsson og Jasper van der Heyden.

Jeppe Hansen skoraði og var öflugur í fremstu víglínu þegar topplið ÍA vann Njarðvík á útivelli. Einar Logi Einarsson átti líka góðan lek í vörninni þar.

Steinþór Már Auðunsson, Stubbur, var góður í marki Magna og Bjarni Aðalsteinsson átti flottan dag á miðjunni í mikilvægum sigri gegn Selfyssingum í botnbaráttunni.

ÍR vann Leikni R. í Breiðholtsslag þar sem Ágúst Freyr Hallsson skoraði sigurmarkið en Stefán Þór Pálsson var maður leiksins þar.

Davíð Sigurðsson fór fyrir vörn Hauka sem sóttu stig gegn Víkingi Ólafsvík á útivelli og Guðmundur Magnússon er leikmaður umferðarinnar eftir þrennu sína í 3-3 jafntefli Fram gegn Þór á heimavelli.

Fyrri lið umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner