Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 13. ágúst 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Lovren frá í allt að þrjár vikur
Lovren fer í tæklingu.
Lovren fer í tæklingu.
Mynd: Getty Images
Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool, verður mögulega frá keppni í allt að þrjár vikur vegna meiðsla á mjöðm.

Lovren fann fyrir meiðslunum á síðasta tímabili og þau versnuðu þegar hann spilaði með Króötum á HM í sumar.

Króatar fóru þrívegis í framlengingu á HM og það tók sinn toll hjá Lovren.

Á síðasta tímabili náði Lovren að jafna sig á meiðslunum á milli leikja en Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann þurfi nú að hvíla í allt að þrjár vikur áður en hann byrjar að spila.

Lovren var fjarri góðu gamni í 4-0 sigri Liverpool á West Ham í gær en Joe Gomez spilaði við hlið Virgil van Dijk í vörninni þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner