Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 13. ágúst 2018 17:04
Ingólfur Páll Ingólfsson
Meistaradeild Kvenna: Þór/KA komið áfram
Ariana Catrina Calderon fékk rautt spjald í leiknum í dag.
Ariana Catrina Calderon fékk rautt spjald í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór/KA 0-0 Ajax

Þór/KA mætti hollenska stórliðinu Ajax í hreinum úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í 32. liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Það var hart barist í dag, mikið var um tæklingar og gul spjöld en eitthvað minna um færi. Ariana Catrina Calderon fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 78. mínútu og Þór/KA konur því einum leikmanni færri þar sem eftir lifði leiks. Hvorugu liðinu tókst þó að skora og jafntefli niðurstaðan.

Bæði lið eru því með stjö stig eftir riðlakeppnina en Ajax tók efsta sæti riðilsins og komst áfram í næstu umferð á markatölu. Þór/KA sem hefur spilað glimrandi fótbolta í riðlakeppnini er einnig komið áfram en liðið var með bestan árangur liða sem enduðu í 2. sæti og kemst því áfram í 32. liða úrslitin. Auk Þór/KA er FC Honka Espoo komið áfram en þau eru einu tvö liðin sem enduðu í 2. sæti síns riðils með sjö stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner