mán 13. ágúst 2018 22:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Middlesbrough boðið að fá Ödegaard á láni
Martin Ödegaard er orðaður við hin ýmsu lið í Championship deildinni.
Martin Ödegaard er orðaður við hin ýmsu lið í Championship deildinni.
Mynd: Getty Images
Svo virðist sem Real Madrid sé tilbúið að lána Martin Ödegaard aftur á láni út tímabilið og hefur boðið Middlesbrough, Aston Villa og Derby að fá leikmanninn til sín.

Hinsvegar er talið að liðin þurfi að borga laun Ödegaard sem eru um það bil 30.000 pund á viku. Talið er að þessi hái launaseðill gæti fælt félögin frá en leikmaðurinn var á láni hjá Herenveen á síðasta tímabili þar sem hann spilaði 43 leiki, skoraði þrjú mörk og lagði upp fimm.

Auk Ödegaard gæti Middlesbrough bætt við sig þeim Mo Besic og Yannick Bolasie á láni frá Everton. Það verður áhugavert að sjá hvað gerist hjá liðinu sem tapaði fyrir Aston Villa í umspili um sæti í deild þeirra bestu í vor.

Liðið vill án efa bæta við sig leikmönnum á næstunni fyrir strembið tímabil sem er framundan í Championship deildinni.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner