Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   mán 13. ágúst 2018 21:38
Magnús Þór Jónsson
Patrick: Ég hefði kannski getað gert fleiri!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski framherjinn Patrick Pedersen átti geggjaðan leik og setti þrennu í 4-0 sigri Valsara á Grindavík í kvöld.

Hann átti það auðvitað skilið að fá að tala dönsku í viðtalinu sínu!

Lestu um leikinn: Valur 4 -  0 Grindavík

Patrik, þessi leikur hefur verið léttari en þið reiknuðuð með?

"Já, við vissum að Grindavík er með gott lið en mér fannst við spila frábæran leik.  Skoruðum fjögur mörk og hefðum getað gert fleiri, þetta var virkilega góður leikur ".

Og þú sjálfur setur þrjú og með alvöru framherjaframmistöðu!

"Það er eiginlega ekki hægt að biðja um meira, þrjú mörk. Það er algerlega frábært að gera þrennu, ég hefði kannski getað gert fleiri en maður verður að vera sáttur með að skora þrjú."

Í stöðu liðsins í deildinni er líka sterkt að fá nú fjögur mörk í plús í markatöludálkinn.

"Þetta er mjög þéttur pakki, Stjarnan, Breiðablik og við svo það var mikilvægt að ná fjögurra marka mun en það var sérstaklega mikilvægt að ná í þrjú stig hér í dag og halda okkur við toppinn."

Leikurinn í kvöld liggur milli Evrópuleikja Valsara við Sheriff, sá á fimmtudag er sérstaklega mikilvægur!

"Það verður risaleikur!  Við vitum að það verður erfitt að komast áfram en staðan er bara 1-0 fyrir þá og við erum á heimavelli og allt getur gerst, þetta er bara fótbolti, 11 á móti 11."

Var ekki erfitt að fókusera á leikinn við Grindavík milli Evrópuleikjanna?

"Nei það fannst mér ekki, við vitum að við þurfum að fókusera á hvern einasta leik og þetta var mikilvægur leikur í dag þar sem þrjú stigin skiptu öllu máli  og það var indælt að ná í þau."

Hverjar telurðu líkurnar á því að Valur komist áfram í næstu umferð?

"Við eigum góða möguleika, við sáum þarna niðurfrá að þeir voru ekkert hrikalega ógnvekjandi, við náðum að skapa okkur nokkur tækifæri en auðvitað þurfum við að skapa okkur fleiri hér heima og þá  skulum við sjá hvað gerist."

Eins og þú sagðir áðan...allt getur gerst!

"Allt getur gerst, þetta er fótbolti."

Þökkum Patrick spjallið!
Athugasemdir
banner
banner