Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. ágúst 2018 19:58
Ingólfur Páll Ingólfsson
Pepsi-deildin: Endurkomusigur hjá Breiðabliki í frábærum leik
Viktor Örn var magnaður í dag og setti tvö.
Viktor Örn var magnaður í dag og setti tvö.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 2 - 3 Breiðablik
1-0 Geoffrey Wynton Mandelano Castillion ('29 )
1-1 Viktor Örn Margeirsson ('38 )
1-2 Willum Þór Willumsson ('40 )
1-3 Viktor Örn Margeirsson ('54 )
2-3 Nikolaj Andreas Hansen ('63 , víti)
Lestu nánar um leikinn

Það var boðið til veislu í Víkinni í kvöld þegar Breiðablik kom í heimsókn. Leikurinn fór þó nokkuð rólega af stað en Víkingar voru öflugri í upphafi leiks.

Geoffrey Castillion skoraði fyrsta mark leikins á 29. mínútu með skalla yfir Gunnlaug í marki Blika. Forystan entist þó aðeins í rétt tæplega tíu mínútur því að á 38. mínútu leiksins jafnaði Viktor Örn leikinn með skalla eftir aukaspyrnu. Breiðablik lét kné fylgja kviði og komst yfir í fyrsta skipti tveimur mínútum síðar. Willum Þór skoraði þá eftir klaufagang í vörn Víkinga. Áfall fyrir Víkinga sem voru sprækari aðilinn í fyrri hálfleik.

Blikar mættu öflugri til leiks í síðari hálfleik og á 54. mínútu skoraði Viktor Örn sitt annað mark og kom liðinu tveimur mörkum yfir. Víkingar með Castillion í farabroddi voru þó ekki tilbúnir að gefast upp og minnkuðu muninn á 63. mínútu með marki úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Castillion innan teigs. Mikill hiti var í leiknum undir lokin og Gunnlaugur Fannar fékk meðal annars að líta sitt annað gula og þar með rautt fyrir tuð.

Víkingar héldu áfram að sækja en allt kom fyrir ekki, Breiðablik spilaði skynsamlega og skilaði mikilvægum þremur stigum í hús sem kemur þeim á toppinn í bili. Víkingar hreinlega óheppnir að fara stigalausir heim í dag.
Athugasemdir
banner