Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 13. ágúst 2018 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
PSG að borga 37 milljónir evra fyrir varnarmann Schalke
Thilo Kehrer.
Thilo Kehrer.
Mynd: Getty Images
PSG er að ganga frá kaupum á varnarmanninum Thilo Kehrer fyrir 37 milljónir evra.

Schalke sendi frá sér tilkynningu í gær að samomulag væri í höfn á milli félaganna.

Samkvæmt þýska dagblaðinu Bild kostar Kehrer PSG hvorki meira né minna en 37 milljónir evra.

Kehrer er 21 árs en hann var hluti af þýska U21 landsliðinu sem varð Evrópumeistari fyrir ári síðan. Hann spilaði þá 27 leiki í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Kehrer mun berjast við Thiago Silva, Presnel Kimpembe og Marquinhos um sæti í byrjunarliði PSG en í yfirlýsingu frá Schalke segir að tilboðið frá PSG hafi verið of gott til að hafna.

PSG sigraði Caen í frönsku úrvalsdeildinni í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner