Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 13. ágúst 2018 19:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Rússland: Jón Guðni á bekknum í sigri Krasnodar
Jón Guðni sat allan tímann á bekknum í dag.
Jón Guðni sat allan tímann á bekknum í dag.
Mynd: Total Football
Jón Guðni Fjóluson var allan tímann á varamannabekk Krasnodar sem sigraði Ufa í dag með einu marki gegn engu.

Krasnodar var nokkuð meira með boltann í leiknum og átti fleiri marktækifæri. Sigurmarkið kom þó ekki fyrr en undir lok leiks þegar Wanderson kom knettinum í netið eftir stoðsendingu frá svíanum Viktor Claesson.

Christian Ramirez, leikmaður Krasnodar fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma. Það kom þó ekki að sök og liðið hélt út.

Krasnodar er eftir leikinn með sex stig í 4. sæti deildarinnar og hefur byrjað tímabilið vel. Jón Guðni er nýgenginn í raðir félagsins og líklegt að spilamínútum hans mun fjölga þegar hann hefur komið sér örlítið betur fyrir í Rússlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner