Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 13. ágúst 2018 18:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Sarri segir David Luiz eiga framtíð hjá félaginu
Við gætum séð meira af Luiz á vellinum á næstunni.
Við gætum séð meira af Luiz á vellinum á næstunni.
Mynd: Getty Images
Eftir sigurleik Chelsea gegn Huddersfield um helgina sagði Maurizio Sarri að David Luiz eigi ennþá framtíð fyrir sér hjá félaginu þrátt fyrir að hafa verið í frystikistunni undir stjórn Conte.

Luiz kom aftur til liðs við Chelsea árið 2016 fyrir 31,5 milljón punda en honum og Antonio Conte kom einstaklega illa saman.

Ég kann vel að meta viðhorf hans þegar ég vinn með honum. Hann er mjög góður leikmaður og varnarmaður, ” sagði Sarri.

David er mjög góður að byggja upp eitthvað úr vörninni með sínum leikstíl. Hann á framtíð fyrir sér hér. Hann mun verða nothæfur bæði innan vallar en einnig utan hans, hann er mikilvægur í búningsklefanum.”

Þá er Sarri ekki sammála gagnrýnisröddum sem efast um að leikmaðurinn geti aðeins spilað í vörn sem inniheldur þrjá miðverði.

Ég er ekki sammála því að hann geti bara spilað í þriggja manna miðvarðarlínu. Ef þú ert góður varnarmaður getur þú spilað í bæði þriggja og fjögurra manna línu,” sagði Sarri.
Athugasemdir
banner
banner