Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 13. ágúst 2018 20:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Svíþjóð: Norrköping með jafntefli - Sundsvall með stórsigur
Guðmundur hefur verið frábær með Norrköping á tímabilinu.
Guðmundur hefur verið frábær með Norrköping á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þar sem tveir Íslendingar voru í eldlínunni með sínu liði.

Guðmundur Þórarinsson og Arnór Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði Norrköping sem tók á móti Hammarby í dag.

Bæði lið eru ofarlega í töflunni og því til mikils að vinna. Hvorugu liðinu tókst hinsvegar að skora í dag og jafntefli því niðurstaðan. Arnór Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir heimamenn en Guðmundur var tekinn út af á lokamínútu leiksins.

Þá rúllaði Sundsvall yfir Trelleborg með sex mörkum gegn einu. Óttar Magnús Karlsson var ekki í hópi Trelleborg í dag en liðið er í erfiðum málum í næst neðsta sæti deildarinnar eftir 18 umferðir.

Í norsku úrvalsdeildinni var Samúel Kári Friðjónsson ónotaður varamaður er Vålerenga tapaði 1-0 fyrir Haugesund. Vålerenga er í níunda sætinu með 24 stig eftir átján leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner