Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 13. ágúst 2018 22:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Tottenham verður áfram á Wembley - Vesen með nýja völlinn
Kane og félagar þurfa að raða inn mörkum á Wembley í bili að minnsta kosti.
Kane og félagar þurfa að raða inn mörkum á Wembley í bili að minnsta kosti.
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur neyðst til þess að virkja klásúlu í samningi sem gerir þeim mögulegt að spila heimaleiki sína á Wembley út þetta ár.

Tottenham hefur neyðst til þess að færa heimaleiki sína gegn Liverpool og Cardiff sem áttu að fara fram á nýja leikvanginum. Þeir verða nú spilaðir á Wembley eftir að öryggisatriði voru ekki í lagi á nýja vellinum.

Auk leikja Tottenham þarf að færa NFL leik Seattle Seahawks og Oakland Raiders sem átti að fara fram þann 14. október á Wembley. Tottenham vonast til þess að spila sinn fyrsta heimaleik gegn Manchester City þann 28. október.

Í tilkynningu sem Daniel Levy gaf út þakkaði hann stuðningsmönnum fyrir skilninginn.

Við vitum að þetta er svekkjandi fyrir ársmiðahafa auk annars aðdáenda um allan heim. Við þökkum fyrir stuðninginn sem NFL hefur sýnt málinu. Í upphafi verkefnisins báðum við um stuðning þar sem við vissum að þetta yrði krefjandi og strembið að byggja, nú viljum við biðja um framlengingu á þeirri þolinmæði sem hefur verið sýnd hingað til,” sagði Levy.
Athugasemdir
banner
banner