Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 13. ágúst 2018 18:02
Elvar Geir Magnússon
Van der Sar fyrsti yfirmaður íþróttamála hjá Man Utd?
Van der Sar aftur á Old Trafford.
Van der Sar aftur á Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Manchester United íhugar að breyta skipuriti sínu og taka upp stöðu yfirmanns íþróttamála. United hefur aldrei haft þessa stöðu hjá sínu félagi en ensku blöðin eru þegar byrjuð að velta fyrir sér mögulegum kostum.

Vandræðasamt sumar og erfiðleikar á félagaskiptamarkaðnum hafa fengið æðstu menn United til að velta því fyrir sér hvort breytinga sé þörf.

Edwin van der Sar, fyrrum markvörður United, og Monchi, sem hefur séð um leikmannakaup hjá Roma á Ítalíu, eru meðal þeirra sem orðaðir eru við starfið.

Van der Sar hefur sinnt svipaðri stöðu hjá Ajax og fer góðum sögum af hans starfi þar. Hann þekkir vel til á Old Trafford.

Fabio Paratici, yfirmaður íþróttamála hjá Juventus, hefur einnig verið nefndur til sögunnar.

Yfirmaður íþróttamála myndi vinna náið með framkvæmdastjóranum Ed Woodward og knattspyrnustjóranum Jose Mourinho að því að bæta leikmannahópinn.

Það eru talsverðar breytingar í gangi bak við tjöldin hjá Manchester United og verið að vinna í því að stækka æfingasvæðið eftir stofnun meistaraflokks kvenna.
Athugasemdir
banner
banner
banner