Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 13. ágúst 2018 09:25
Elvar Geir Magnússon
Vonbrigði að það sé ekki VAR í ensku deildinni
Rétt að gefa Jagielka rautt
Tæklingin sem Jagielka fékk rautt fyrir.
Tæklingin sem Jagielka fékk rautt fyrir.
Mynd: Getty Images
Neil Swarbrick.
Neil Swarbrick.
Mynd: Getty Images
Það var hárréttur dómur að gefa Phil Jagielka, leikmanni Everton, rauða spjaldið gegn Wolves um helgina. Þetta segir Neil Swarbrick, fyrrum úrvalsdeildardómari, í pistli sínum í Times.

Jagielka fékk rautt í fyrri hálfleik en leikurinn endaði 2-2.

„Einhverjir stuðningsmenn kvörtuðu yfir rauða spjaldinu sem Phil Jagielka fékk fyrir tæklingu sína á Diogo Jota en Craig Pawson, dómari leiksins, tók rétta ákvörðun," segir Swarbrick.

„Jagielka missti frá sér boltann og var með beina löpp í kraftmikilli tæklingu og lagði þar með andstæðing sinn í hættu. Takkarnir á skónum snertu hann fyrir ofan ökkla."

Í pistli sínum ræðir Swarbrick einnig um myndbandsdómgæsluna, VAR. Hann segir að það séu mikil vonbrigði að VAR hafi ekki verið tekið upp fyrir þetta tímabil í enska boltanum.

„Það voru félögin sem tóku þá ákvörðun að vera ekki með VAR. Þau vildu að meiri reynsla kæmist á þetta. Þau vildu einnig sjá hvernig þetta kæmi út á HM og þar var niðurstaðan mjög jákvæð," segir Swarbrick.

„Á síðasta tímabili voru 19 leikir á Englandi með VAR. Í bikarkeppnunum á þessu tímabili hyggjumst við vera með 60 leiki. Það mun hjálpa dómurunum að aðlagast tækninni svo hún verði notuð á sneggri hátt."

Athugasemdir
banner
banner