banner
   þri 13. ágúst 2019 11:29
Magnús Már Einarsson
14 ára Norðmaður valdi Man Utd fram yfir Liverpool
Mynd: Getty Images
Isak Hansen-Aaroen, 14 ára leikmaður Tromsö í Noregi, hefur gengið til liðs við unglingalið Manchester United.

Þessi ungi framherji þykir gríðarlega mikið efni en hann fór til Liverpool á reynslu fyrir tveimur árum.

Hansen-Aaronen hefur einnig verið til skoðunar hjá Everton en hann ákvað sjálfur að velja það að ganga í raðir Manchester United.

Hansen-Aaronen æfði nokkrum sinnum með Manchester United í fyrra.

22. ágúst á næsta ári verður Hansen-Aaronen sextán ára gamall og þá mega félagaskiptin formlega ganga í gegn samkvæmt reglum FIFA.

Tromsö fær 90 þúsund pund eða 13,5 milljón króna frá Manchester United fyrir félagaskiptin.
Athugasemdir
banner
banner
banner