Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 13. ágúst 2019 14:00
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 16. umferð: Markmiðið að spila í Pepsi Max-deildinni
Roger Banet leikmaður Aftureldingu með verðlaun sín fyrir að vera leikmaður umferðarinnar.
Roger Banet leikmaður Aftureldingu með verðlaun sín fyrir að vera leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Raggi Óla
Spánverjinn Roger Bonet stýrði vörn Aftureldingar í 3-0 sigri liðsins á Fram í 16. umferð Inkasso-deildarinnar í síðustu viku með mikilli prýði. Auk þess skoraði hann fyrsta mark liðsins í leiknum.

Roger eða Ruxi eins og hann er kallaður, gekk í raðir Aftureldingar um miðjan júlí og hefur leikið fimm leiki með liðinu í Inkasso og skorað í þeim leikjum eitt mark.

Hann er leikmaður 16. umferðar hjá Fótbolta.net. eftir frammistöðu sína gegn Haukum.

„Ég er mjög ánægður með sigurinn og fyrsta markið mitt í Inkasso. Fram er gott lið, með góða leikmenn og við þurftum því að hafa mikið fyrir sigrinum. Við vörðumst vel allan leikinn og þurftum síðan að nýta okkar sénsa sem við gerðum," sagði Spánverjinn sem hefur spilað vel í fyrstu leikjum Aftureldingar frá því að hann kom en hann hefur verið í liði umferðarinnar tvívegis.

„Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu hingað til og liðsins. Við höfum fengið sjö stig í síðustu þremur leikjum sem sýnir að við erum að bæta okkur."

„Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur. Við þurftum sigur til að koma okkur lengra frá botninum. Við verðum hinsvegar að halda áfram að vinna hörðum höndum eins og við höfum gert í síðustu leikjum því við eigum mikilvæga leiki framundan," sagði Ruxi en Afturelding mætir Magna, Haukum og Njarðvík í næstu leikjum en þau lið eru öll í fallbaráttu.

Hann segist líða vel í Mosfellsbænum en hann er einn af fjórum Spánverjum í liði Aftureldingar.

„Ég verð að þakka þjálfarateyminu, leikmönnunum og öllu fólkinu hjá félaginu. Þau hafa hjálpað mér að aðlagast hlutunum fljótt hér á Íslandi. Ég hef skemmt mér vel þennan mánuð sem ég hef verið hér, bæði innan og utan vallar," sagði hinn smávaxni, Ruxi sem kom til Aftureldingar eftir að þjálfarateymið, Arnar Hallsson og Magnús Már Einarsson hafði sýnt honum áhuga í gegnum umboðsmann sinn.

„Ég ætla að halda áfram að leggja hart að mér til að endurgjalda þeim traustið sem þeir hafa sýnt mér. Ég kom líka hingað til að ná lengra og bæta mig því að á Spáni er mjög erfitt að komast í efstu deildirnar."

„Ég er mjög ánægður á Íslandi og markmið mitt fyrir næsta tímabil er að spila í Pepsi Max-deildinni. Ég hef metnað fyrir því að spila á sem hæsta leveli, hvort sem það er hér á Íslandi eða annarsstaðar. Ég einbeiti mér þó fyrst og fremst af því sem ég er að gera núna og hjálpa liðinu í þeirri baráttu sem við erum í," sagði Ruxi að lokum í samtali við Fótbolta.net.

Sjáðu einnig
Bestur í 15. umferð - Rafael Victor (Þróttur R.)
Bestur í 14. umferð - Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Bestur í 13. umferð - Dino Gavric (Þór)
Bestur í 12. umferð - Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Bestur í 11. umferð - Kenneth Hogg (Njarðvík)
Bestur í 10. umferð - Jasper Van Der Hayden (Þróttur)
Bestur í 9. umferð - Már Ægisson (Fram)
Bestur í 8. umferð - Marcao (Fram)
Bestur í 7. umferð - Gunnar Örvar Stefánsson (Magni)
Bestur í 6. umferð - Alvaro Montejo (Þór)
Bestur í 5. umferð - Nacho Heras (Leiknir R.)
Bestur í 4. umferð - Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Bestur í 3. umferð - Axel Sigurðarson (Grótta)
Bestur í 2. umferð - Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
Bestur í 1. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner