Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. ágúst 2019 09:11
Magnús Már Einarsson
Barcelona í viðræður um kaup á Neymar
Neymar er orðinn þreyttur á lífinu í Frakklandi.
Neymar er orðinn þreyttur á lífinu í Frakklandi.
Mynd: Getty Images
Forráðamenn Barcelona eru á leið til Parísar til að ræða við kollega sína hjá PSG um möguleg kaup á Neymar en Sky Sports greinir frá þessu.

Neymar spilaði með Barcelona frá 2013 til 2017 áður en PSG gerði hann að dýrasta leikmanni í heimi þegar félagið keypti hann á 222 milljónir evra.

Brasilíumaðurinn gæti nú verið á leið aftur til Barcelona en hann er orðinn þreyttur á lífinu í Frakklandi og vill fara frá PSG.

Neymar var ekki í leikmannahópi PSG í 3-0 sigri liðsins á Nimes í frönsku úrvalsdeildinni um helgina.

Stuðningsmenn PSG eru ósáttir við Neymar og létu hann heyra það í leiknum um helgina.

Barcelona keypti Antoine Griezmann frá Atletico Madrid í sumar og Neymar gæti nú líka bæst við ógnvænlega sóknarlínu liðsins þar sem einnig eru leikmenn eins og Lionel Messi og Luis Suarez.
Athugasemdir
banner
banner
banner