Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. ágúst 2019 09:00
Arnar Helgi Magnússon
Barcelona líklega án Messi í fyrsta leik
Mynd: Getty Images
Spænska úrvalsdeildin hefst á nýjan leik um helgina og spænsku meistararnir í Barcelona heimsækja Athletic Bilbao í fyrstu umferðinni á föstudagskvöld.

Það eru allar líkur á því að skærasta stjarna liðsins og fyrirliðinn sjálfur, Lionel Messi, muni ekki taka þátt í þeim leik.

Messi meiddist þegar hann mætti aftur til æfinga hjá Barcelona eftir að hafa tekið þátt í Copa America með argentíska landsliðinu.

„Kannski væri það bara betra ef hann væri enn þá í sumarfríi," sagði Ernesto Valverde, stjóri Barcelona, léttur.

„Maður vill hafa sína bestu menn inni á vellinum en eins og staðan er núna mun Messi ekki taka þátt gegn Bilbao á föstudag."

Messi skoraði 50 mörk í 51 leik með Barcelona á síðasta tímabili en tíunda tímabilið í röð er hann að skora yfir 40 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner