þri 13. ágúst 2019 12:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ef allt gengur vel verður Arnór klár í slaginn í næstu viku
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson ætti að vera búinn að jafna sig í næstu viku af meiðslum sem hann hlaut um liðna helgi - ef allt gengur vel.

Arnór fór meiddur af velli í fyrri hálfleik þegar CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli gegn Sochi í rússnesku úrvalsdeildinni um helgina.

Í fyrstu var haldið að um meiðsli á hásin væri að ræða, en sem betur fer er svo ekki. Þetta er ekki eins alvarlegt og í fyrstu var talið, eins og Sigurður Sigursteinsson, faðir Arnórs, sagði fyrr í dag.

Í samtali við Fótbolta.net segist Arnór hafa hlotið áverka á ökkla og að hann vonist til að vera klár í næstu viku ef allt gengur vel.

Næsti leikur CSKA Moskvu er grannaslagur gegn Spartak Moskvu á mánudaginn, en það er óvíst hvort hann nái honum. „Það kemur allt í ljós," segir Arnór.

Næsta landsliðverkefni er gegn Moldavíu og Albaníu 7 og 10. september. Arnór, sem er tvítugur, hefur verið í síðustu landsliðshópum og verður það væntanlega áfram ef hann verður heill heilsu.

Sjá einnig:
Arnór Sig vill gera enn betur: Skora og leggja meira upp
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner