Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. ágúst 2019 22:00
Oddur Stefánsson
Inkasso kvenna: Þróttur hélt toppsætinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aldís Kara skoraði fyrir FH.
Aldís Kara skoraði fyrir FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það fór fram heil umferð í Inkasso deild kvenna í kvöld. Þróttur R. hélt toppsætinu er liðið sigraði Augnablik heldur sannfærandi.

Það var ljóst nokkuð snemma hvort liðið færi með sigur af hólmi en hálfleikstölur í Kópavogi voru 0-5, Þrótti R. í vil. Liðið bætti tveimur mörkum við í síðari hálfleik og Ásta Árnadóttir setti eitt mark fyrir ÍR. Lokatölur 1-7.

ÍA tók á móti ÍR á Skaganum þar sem að Bryndís Rún Þórólfsdóttir skoraði eina mark leiksins fyrir Skagastúlkur þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.

Afturelding og Haukar mættust í stórskemmtilegum leik í Mosfellsbæ. Fimm mörk litu dagsins ljós og fjögur af þeim komu í síðari hálfleik. Sierra Marie Lelii kom Haukum yfir á 44. mínútu og því voru það Hafnfirðingar sem að leiddu í hálfleik.

Hafrún Rakel Halldórsdóttir jafnaði fyrir Aftureldingu eftir rúmlega stundarfjórðung í síðari hálfleik áður en að Sierra var aftur á ferðinni og kom Haukum yfir á nýjan leik, 1-2. Vienna Behnke skoraði þriðja mark Hauka á 82. mínútu og það var síðan Darian Powell sem að klóraði í bakkann fyrir heimastúlkur á 90. mínútu en lengra komst liðið ekki og stigin þrjú fóru í Hafnarfjörð.

FH var ekki í nokkrum vandræðum með lið Grindavíkur en lokatölur í Kaplakrika 3-0. Tindastóll gerði góða ferð í Grafarvoginn en liðið fór með sigur af hólmi gegn Fjölni. Murielle Tiernan með eina markið tíu mínútum fyrir leikslok.

Fjölnir 0 - 1 Tindastóll
0-1 Murielle Tiernan ('80 )

Afturelding 2 - 3 Haukar
0-1 Sierra Marie Lelii ('44 )
1-1 Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('63 )
1-2 Sierra Marie Lelii ('66 )
1-3 Vienna Behnke ('82 )
2-3 Darian Elizabeth Powell ('91 )

FH 3 - 0 Grindavík
1-0 Birta Georgsdóttir ('41 )
2-0 Valgerður Ósk Valsdóttir ('79 )
3-0 Aldís Kara Lúðvíksdóttir ('90 )

ÍA 1 - 0 ÍR
1-0 Bryndís Rún Þórólfsdóttir ('55 )

Augnablik 1 - 7 Þróttur R.
0-1 Lauren Wade ('3 )
0-2 Margrét Sveinsdóttir ('24 )
0-3 Andrea Rut Bjarnadóttir ('29 )
0-4 Jelena Tinna Kujundzic ('33 )
0-5 Margrét Sveinsdóttir ('43 )
1-5 Ásta Árnadóttir ('63 )
1-6 Linda Líf Boama ('82 )
1-7 Katrín Rut Kvaran ('83 )

Það er ennþá mikil barátta milli FH og Þróttar um toppsæti deildarinnar en þau mætast sjötta september.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner