Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 13. ágúst 2019 08:00
Arnar Helgi Magnússon
Liðsfélagar Rodri hrósa honum eftir fyrsta leik
Mynd: Getty Images
Rodri lék sinn fyrsta leik fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á laugardag þegar liðið mætti West Ham í London. Rodri átti góðan dag á miðsvæðinu en City valtaði yfir West Ham, lokatölur 0-5.

Rodri var fenginn til þess að taka við keflinu af Fernandinho sem er orðinn 34 ára gamall.

Aymeric Laporte og Ederson voru virkilega ánægðir með frumraun Rodri í ensku úrvalsdeildinni og segja hann geta gert sömu hluti og Fernandinho hefur gert fyrir City liðið undanfarin ár.

„Hann var frábær í sínum fyrsta leik. Hann er góður með boltann á litlu svæði og finnur menn alltaf í lappir. Hann er góður í því að fá boltann og bera hann upp völlinn og finna menn í svæðum," sagði Laporte og Ederson tók í sama streng.

„Hann og Fernandinho eru mjög líkir. Sterkir í loftinu, berjast fyrir liðið og eru góðir í því að rekja boltann upp," sagði Ederson.
Athugasemdir
banner
banner
banner