Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. ágúst 2019 05:55
Arnar Helgi Magnússon
Meistaradeildin í dag - Kemst Breiðablik í 32-liða úrslit?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Kvennalið Breiðabliks getur í dag tryggt sér sæti í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðið mætir Saravejo klukkan 15:00.

Í þessari forkeppni er leikið í fjögurra liða riðlum. Sigurliðið úr hverjum riðli fer í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Breiðablik og Saravejo hafa bæði unnið sína leiki og eru liðin því með jafnmörg stig, sex, fyrir leik dagsins.

Það dugir Blikum að gera jafntefli en liðið er með mun betri markatölu en Saravejo. Sarajevo er á heimavelli þar sem riðillinn fer fram í Bosníu.

Einnig er leikið í forkeppni fyrir Meistaradeild Evrópu í karlaflokki. PAOK, lið Sverris Inga Ingasonar, mætir Ajax en liðin gerðu 2-2 jafntelfi í síðustu viku í Grikklandi.

Jón Guðni Fjóluson og hans félagar ferðast til Portúgals og mæta þar Porto en fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Porto.

Hér að neðan má sjá leiki dagsins í Meistaradeildinni.

Meistaradeild UEFA - konur
15:00 ZFK Dragon 2014-Asa Tel-Aviv (Kosevo City Stadium)
15:00 Breiðablik-SFK 2000 Sarajevo (BH Training Centre)

Meistaradeild UEFA - karlar
16:30 Qarabag - APOEL (Cyprus)
17:00 Rosenborg - Maribor (Slovenia)
17:30 Dynamo K. (Ukraine) - Club Brugge (Belgium)
18:00 Ferencvaros (Hungary) - Dinamo Zagreb (Croatia)
18:00 FCK - Crvena Zvezda (Serbia)
18:30 LASK Linz (Austria) - Basel (Switzerland)
18:30 Olympiakos (Greece) - Istanbul B.
18:30 Ajax - PAOK (Greece)
18:45 Celtic - Cluj (Romania)
19:00 Porto (Portugal) - FK Krasnodar (Russia)
Athugasemdir
banner
banner
banner