Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 13. ágúst 2019 10:18
Magnús Már Einarsson
Moyes skoðaði Maguire fyrir Man Utd - Hafði áhyggjur af þyngdinni
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: Getty Images
David Moyes segist hafa skoðað Harry Maguire þegar hann var stjóri Manchester United á sínum tíma. Maguire varð á dögunum dýrasti varnarmaður sögunnar þegar Manchester United keypti hann frá Leicester á 80 milljónir punda.

Moyes skoðaði Maguire þegar hann var á mála hjá Sheffield United tímabilið 2013/2014 en ákvað að kaupa hann ekki. Moyes segist hafa haft áhyggjur af þyngd leikmannsins.

„Við reyndum ekki að kaupa hann en við skoðuðum hann á þessum tíma. Ég fylgdist vel með leikmönnum í neðri deildunum og þeir áttu margir góða ferla þegar ég fékk þá til Everton, hvort sem það var Tim Cahill eða einhver annar," sagði Moyes.

„Harry Maguire var annar leikmaður sem ég tók eftir. Ég sá leik sem hann spilaði á heimavelli gegn Preston North End og mér fannst hann var mjög góður á þessum tíma en líka mjög stór um sig. Ég hugsaði: ''Guð minn almáttur, hversu stór verður Harry?" Því hann var ungur á þessum tíma."

Moyes hefur hrifist af því hvernig Maguire hefur unnið sig í fremstu röð en hann segist ekki sjá eftir því að hafa ekki keypt hann til United á sínum tíma.

„Hann er í stórkostlegu formi núna og hefur ekki breyst mikið. Þegar ég var hjá United þá vorum við með [Nemanja] Vidic, Rio [Ferdinand], Jonny Evans, Michael Keane, Phil Jones, Chris Smalling svo það var ekki það sem þurftum mest á að halda að kaupa ungan miðvörð á þessum tíma."

„Harry Maguire hefur líka farið sitt ferðalag. Stundum þurfa leikmenn að fara sína leið til að ná þangað sem þeir ná. Hann hefði getað lent í vandræðum ef hann hefði komið á þessum tíma."

Athugasemdir
banner
banner