Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. ágúst 2019 07:30
Arnar Helgi Magnússon
Nýkominn til Barcelona og er nú frá í fimm vikur
Mynd: Getty Images
Brasilíski markvörðurinn Neto, sem gekk í raðir Barcelona fyrr í sumar verður frá næstu fimm vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir nú á dögunum.

Um er að ræða vægt beinbrot á innanverðum lófanum. Neto var keyptur sem varamarkvörður og á hann að halda Ter Stegen á tánum.

Neto, sem er 29 ára, hefur spilað í evrópska boltanum frá 2011 en þá var hann hjá Fiorentina. Hann var fjögur ár í Flórens þar til hann varð varamarkvörður fyrir Gianluigi Buffon hjá Juventus.

Hann var tvö ár hjá Valencia og spilaði 80 leiki auk þess að spila sinn fyrsta landsleik fyrir Brasilíu.

Barcelona mætir Athletic Bilbao í fyrsta leik spænsku úrvalsdeildarinnar á föstudagskvöldið.
Athugasemdir
banner
banner
banner