Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. september 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
Bóla kemur í veg fyrir að Asensio spili í kvöld
Asensio fagnar marki.
Asensio fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Marco Asensio verður ekki með Real Madrid gegn Apoel Nicosia í Meistaradeildinni í kvöld vegna óvenjulegra meiðsla.

„Hann er með bólu á fætinum sem kemur í veg fyrir það að hann geti sett sokkana upp," sagði Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, á fréttamannafundi.

Fjölmiðlar á Spáni segja að Asensio hafi fengið sýkingu í bóluna þegar hann var að raka á sér fæturnar.

Í kvöld getur Cristiano Ronaldo spilað með Real á ný en hann hefur verið í banni í fyrstu leikjunum í spænsku úrvalsdeildinni.

Ronaldo var dæmdur í fimm leikja bann eftir að hann fékk rauða spjaldið og ýtti síðan við dómara í leik gegn Barcelona í spænska ofurbikarnum í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner