Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 13. september 2017 17:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Higuain blótaði og sendi stuðningsmönnum Barca fingurinn
Higuain var ekki hress í gær.
Higuain var ekki hress í gær.
Mynd: Getty Images
Gonzalo Higuain var ekki sá hressasti í gærkvöldi. Hann var í byrjunarliði Juventus í 3-0 tapi gegn Barcelona á Nývangi.

Higuain var tekinn af velli undir lok leiksins.

Hann var ekkert sérlega ánægður með það, en hann fékk að heyra það frá stuðningsmönnum Barcelona. Higuain, sem er fyrrum leikmaður Real Madrid, brást illa við því.

Hann hrópaði blótsyrðum í átt að stuðningsmönnum Barcelona áður en hann sendi þeim fingurinn.

Þetta gæti dregið dilk á eftir sér. UEFA gæti rannsakað málið.

Massimilano Allgeri, knattspyrnustjóri Juventus, skaut aðeins á Higuain eftir leikinn.

„Hann byrjaði vel, en hann verður að vera rólegri í leikjum sem þessum. Stundum verður hann pirraður og hættir að einbeita sér að leiknum," sagði Allegri við Mediaset.



Athugasemdir
banner
banner
banner