Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 13. september 2017 12:30
Magnús Már Einarsson
Lindelöf: Hef reynt að hugsa ekki um það sem er skrifað
Lindelöf í leiknum í gærkvöldi.
Lindelöf í leiknum í gærkvöldi.
Mynd: Getty Images
Victor Lindelöf, varnarmaður Manchester United, segist hafa reynt að hlusta ekki á gagnrýnisraddir undanfarnar vikur.

Lindelöf kom til Manchester United frá Benfica í sumar en hann hefur ekkert spilað í ensku úrvalsdeildinni hingað til. Lindelöf fékk tækifæri í byrjunarliðinu í 3-0 sigrinum á Basel í gær þar sem Eric Bailly og Phil Jones voru í banni.

Margir hafa gagnrýnt hinn 23 ára gamla Lindelöf og segja að hann sé ekki nægilega öflugur fyrir United.

„Ég hef séð það sem er skrifað en það er ekki eitthvað sem ég er að einbeita mér að. Ég reyni að einbeita mér að leik mínum og að bæta eins miklu við liðið og ég get," sagði Lindelöf.

„Ég tel að þetta hafi verið mjög góð frumraun. Að spila minn fyrsta leik á Old Trafford er eitthvað sem ég hef alltaf beðið eftir. Þetta var virkilega góð tilfinning."

„Ég spilaði minn leik og gerði það sem mér var sagt að gera inni á vellinum. Núna ætla ég að gleyma leiknum í smástund og síðan ætla ég að horfa á endursýningu og sjá hvort ég hefði getað gert eitthvað betur. Mér líður nokkuð vel og ég veit hvað ég get sýnt. Það er það sem ég er að reyna að gera á vellinum."

Athugasemdir
banner
banner