Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. september 2017 06:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Mourinho ósáttur með Playstation fótbolta hjá sínum mönnum
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sakaði leikmenn sína um að setja sigur liðsins gegn Basel í hættu með því að spila „Playstation fótbolta".

United sneri aftur í Meistaradeildina í gærkvöldi, eftir að hafa ekki komist í keppnina á síðasta tímabili, og lögðu svissnesku meistarana í Basel, 3-0.

Mourinho var þó ekki sáttur með frammistöðu liðsins í seinni hálfleik eða eftir að liðið komst í 2-0.

„Við vorum í góðu jafnvægi þar til að staðan varð 2-0, við spiluðum fullir sjálfstrausts," sagði Mourinho við BT Sport.

„Eftir það þá breyttist allt, við hættum að spila af eitthverri alvöru og hættum að taka réttar ákvarðanir. Við hefðum getað komið okkur í vandræði. Við fórum að spila Fantasy fótbolta, Playstation fótbolta. Ég fíla það ekki, flikk og og trikk."

„Við tókum áhættur, þú verður að bera virðingu fyrir andstæðingnum. Ég veit ekki hvort markatala mun skipta máli," sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner