Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 13. september 2017 09:21
Magnús Már Einarsson
Pogba frá í nokkrar vikur
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, telur að Paul Pogba verði frá keppni í nokkrar vikur.

Pogba fór meiddur af velli í 3-0 sigrinum á Basel í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Pogba virtist hafa tognað aftan í læri og því er ólíklegt að hann spili meira fyrr en eftir landsleikjahléið í byrjun október.

„Ég veit að þetta eru vöðvameiðsli. Mín reynsla segir að vöðvameiðsli haldi þér frá keppni í nokkrar vikur," sagði Mourino eftir leikinn í gær.

„Hópar eru fyrir þetta. Hópar eru fyrir meiðsli og leikbönn. Við grátum ekki yfir meiðslum. Ef Paul verður ekki með á sunnudaginn (gegn Everton) þá höfum (Ander) Herrera, (Michael) Carric, (Marouane) Fellaini og (Nemanja) Matic."
Athugasemdir
banner
banner
banner