Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 13. september 2018 22:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Barcelona hefur áhuga á hinum nýja Lewandowski
Piatek hefur byrjað tímabilið með látum á Ítalíu.
Piatek hefur byrjað tímabilið með látum á Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Hinn 23 ára framherji Genoa, Krysztof Piatek er að fara virkilega vel af stað hjá Genoa á Ítalíu og er kominn með sjö mörk í fyrstu þremur leikjum sínum fyrir félagið.

Árangurinn hefur leitt til þess að leikmaðurinn fékk kallið í landsliðshóp Póllands og áhugi hefur kviknað frá stærstu félögum Evrópu. Davide Ballardini, þjálfari Genoa vill tala sem minnst um leikmanninn svo að hann setji hann ekki undir of mikla pressu.

Ég er næstum því hræddur við að tala um Piatek því það setur bara pressu á hann. En hann virðist vera hinn fullkomni leikmaður. Ég hef það á tilfinningunni að hann geti svo sannarlega orðið mikilvægur leikmaður. En ég reyni að hvísla því frekar en að kalla það fram af þakinu,” sagði Ballardini.

Piatek var nær óþekktur fyrir tímabilið en hefur nú skorað í fyrstu fjórum leikjum sínum fyrir Genoa og varð þar með fyrsti leikmaðurinn til þess að gera slíkt. Árangur hans í upphafi tímabils hefur laðað að stórlið Barcelona og Napoli en það er ljóst að Genoa hefur engan áhuga á að selja leikmanninn á næstunni.

Athugasemdir
banner
banner