fim 13. september 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Chievo með tvö stig í mínus í Serie A
Chievo fagnar marki.
Chievo fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Chievo er með tvö stig í mínus í Serie A eftir að þrjú stig voru tekin af liðinu í dag.

Chievo var með eitt stig eftir þrjá leiki en liðið er nú á botninum með tvö stig í mínus.

Félaginu var refsað fyrir að ljúga til um kaupverð á leikmönnum í félagaskiptum frá Cesena.

Chievo var einnig sektað um 200 þúsund evrur auk þess sem Luca Campedelli forseti félagsins var settur í þriggja mánaða bann.

Chieva hefur þegar gefið út að refsingunni verði áfrýjað.

Cesena slapp við refsingu þar sem félagið varð gjaldþrota í sumar og þurfti að hefja leik í Serie D.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner