Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. september 2018 19:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Ferguson vildi fá Gundogan til United
Ferguson hefði keypt Gundogan á sínum tíma ef hann hefði haldið áfram.
Ferguson hefði keypt Gundogan á sínum tíma ef hann hefði haldið áfram.
Mynd: Getty Images
Illkay Gundogan var eitt aðalskotmark Sir Alex Ferguson áður en hann hætti sem knattspyrnustjóri hjá félaginu árið 2013, samkvæmt Rene Meulensteen.

Ferguson hætti sem stjóri United eftir að hafa stýrt liðinu til síns 13. úrvalsdeildartitils tímabilið 2012-13. Frábært tímabil þar sem Robin Van Persie skoraði 26 mörk auk þess sem Paul Scholes spilaði sitt síðasta tímabil.

Meulensteen var í þjálfaraliði undir stjórn Ferguson á þessum tíma og hefur viðurkennt að Gundogan sem þá spilaði fyrir Borussia Dortmund var á óskalistanum sem eftirmaður fyrir Paul Scholes.

Ef Fergie hefði haldið áfram þá hefði hann bætt við meiri gæðum, líklega meiri orku. Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið gamall hópur, þetta var þroskaður hópur,” sagði Meulensteen.

Ég er viss um að ef Fergie hefði verið áfram þá hefði jafnvægið verið til staðar og United hefði keppt um titilinn aftur. Við vorum að horfa til Gundogan frá Dortmund og Marco Reus á þessum tíma. Við horfðum til Gundogan, einhvers sem var svipaður og Scholes, sem gæti komið boltanum á hreyfingu, hugsað snöggt og væri með tempó.”
Athugasemdir
banner
banner
banner