fim 13. september 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Hart: Ég og Guardiola reyndum að gera það besta úr þessu
Joe Hart.
Joe Hart.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Samband okkar Pep er í lagi. Ég tel að hann sé topp stjóri," segir markvörðurinn Joe Hart í viðtali við Sky Sports í dag.

Hart fékk þau skilaboð frá Guardiola þegar hann tók við fyrir tveimur árum að krafta hans væri ekki óskað þar sem hann væri ekki nógu góður að spila út frá markinu. Hart fór á lán til Torino sumarið 2016 og Claudio Bravo mætti í markið hjá City.

Í fyrra fór Hart til West Ham á láni en Ederson tók þá stöðuna í marki City. Í sumar yfirgaf Hart síðan City endanlega þegar hann gekk til liðs við Burnley.

„Hann kom til mín og var virkilega hreinskilinn við mig. Ég horfði í augun á honum og tók í höndina á honum á meðan ég þakkaði fyrir hreinskilnina," sagði Hart um samband sitt og Guardiola.

„Ég þakkaði honum ekki fyrir skoðun hans en hreinskilnin hjá honum var fyrsta flokks. Við reyndum að gera það besta úr slæmri stöðu fyrir okkur báða."

„Þetta er eins og það er. Ég hélt áfram, lagði hart að mér og æfði með City. Ég var boðinn velkominn á síðustu undirbúningstímabilum. Þetta hefði auðveldlega getað verið vandræðalegt en þetta var það ekki."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner