fim 13. september 2018 21:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Liverpool að fara í hrikalega erfiða dagskrá
Það þarf allt að vera upp á 10 hjá Klopp og félögum næstu vikurnar.
Það þarf allt að vera upp á 10 hjá Klopp og félögum næstu vikurnar.
Mynd: Getty Images
Liverpool á svakalega leikjadagskrá framundan en liðið verður í eldlínunni í ensku úrvalsdeildinni sem og meistaradeildinni á næstu vikum.

Liverpool er búið að vera á fljúgandi siglingu í upphafi leiktíðar og eru margir stuðningsmenn liðsins bjartsýnir á að félagið standi uppi sem sigurvegarar í ensku úrvalsdeildinni í vor.

Liverpool á hinsvegar hrikalega erfiða dagskrá framundan í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðið fer meðal annars tvisvar til Lundúna til þess að mæta Tottenham annarsvegar og Chelsea hinsvegar. Þá mun Manchester City einnig koma í heimsókn á Anfield. Aðeins einn leikur virðist vera auðvelt að spá fyrir um en það er viðureign Liverpool og Southampton.

Hlutirnir eru engu skárri í Meistaradeild Evrópu þar sem leikir gegn Napoli og PSG eru framundan. Auk þess mun Liverpool mæta Chelsea í deildarbikarnum. Dagskráin á næstunni er því allt að martraðarkennd og það er deginum ljósara að Jurgen Klopp og félagar þurfa að halda rétt á spöðunum næstu vikur ef félagið vill eiga möguleika á því að sigra titla á þessu tímabili.

Dagskrá liðsins á næstunni má finna hér að neðan.

15 Sep Tottenham (útileikur, enska úrvalsdeildin)

18 Sep PSG (Heima, Meistaradeild Evrópu)

22 Sep Southampton (Heima, enska úrvalsdeildin )

26 Sep Chelsea (Heima, Deildarbikarinn)

29 Sep Chelsea (útileikur, enska úrvalsdeildin)

3 Oct Napoli (Útileikur, meistararadeild Evrópu)

7 Oct Manchester City (Heima, Enska úrvalsdeildin)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner