Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 13. september 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Lloris heldur fyrirliðabandinu þrátt fyrir ölvunaraksturinn
Mynd: Getty Images
Hugo Lloris verður áfram fyrirliði Tottenham en þetta staðfesti Mauricio Pochettino, stjóri liðsins, á fréttamannafundi í dag.

Hinn 31 árs gamli Lloris var í vikunni sviptur ökuleyfi næstu 20 mánuðina og sektaður um 50 þúsund pund eftir að hann var gripinn ölvaður undir stýri í síðasta mánuði.

„Hann baðst afsökunar og hefur viðurkennt mistök sín. Hann er sá fyrsti til að sjá eftir þessu og þetta sem gerðist er ekki gott. Honum líður ekki vel," sagði Pochettino.

„Allir geta gert mistök, hann gerði mistök og hann er að þjást eftir það. Hann er að refsa sjálfum sér. Þetta er mikill lærdómur fyrir alla, hann var sá fyrsti til að segja mér að hann hefði gert mistök."

Lloris verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla á læri en hann verður ekki með í leiknum gegn Liverpool á laugardaginn.
Athugasemdir
banner