Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 13. september 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Mourinho búinn að missa þolinmæðina á Martial
Powerade
Pogba og Martial koma við sögu í slúðrinu í dag.
Pogba og Martial koma við sögu í slúðrinu í dag.
Mynd: Getty Images
AC Milan er með augastað á Aaron Ramsey.
AC Milan er með augastað á Aaron Ramsey.
Mynd: Getty Images
Góðan og blessaðan! Hér að neðan má sjá helsta slúðrið úr enska boltanum í dag.



Jose Morinho, stjóri Manchester United, er búinn að missa alla þolinmæði fyrir Anthony Martial (22) en hann er á leið í annað félag í ensku úrvalsdeildinni. Líklegast er að Martial fari til Tottenham eða Arsenal. (Express)

Paul Pogba (25) fékk loforð frá umboðsmanni sínum um að fara til Barcelona eða Real Madrid sumarið 2019 þegar hann samdi við Manchester United á sínum tíma. (Mirror)

Marcus Rashford (20) vill vera áfram hjá Manchester United og berjast fyrir sæti sínu en hann gæti þó farið næsta sumar ef hann nær ekki að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu í vetur. (Sun)

Chelsea gæti misst Cesc Fabregas (31) frítt til Inter eða AC Milan þegar samningur hans við félagið rennur út næsta sumar. (Express)

Aaron Ramsey (27) miðjumaður Arsenal er einnig á óskalista AC MIlan en hann verður samningslaus næsta sumar. (Sun)

David Silva (32), miðjumaður Manchester City, vill fara til Las Palmas í spænsku B-deildinni árið 2020 svo sonur hans geti alist upp á heimaslóðum á Kanaríeyjum. (The Times)

Nabil Fekir (25) leikmaður Lyon segist hafa jafnað sig af þeim vonbrigðum að ganga ekki í raðir Liverpool í sumar. Hann vill hins vegar fara í ensku úrvalsdeildina í framtíðinni. (Mirror)

Fulham ætlar að hefja viðræður við Ryan Sessegnon (18) um nýjan samning. (London Evening Standard)

Inter vill gera nýjan samninga við framherjann Mauro Icardi (25) og varnarmanninn Milan Skriniar (23) til að koma í veg fyrir að þeir fari til Manchester United. (Gazzetta dello Sport)

Aston Villa ætlar að reyna að fá John Terry (38) aftur í sínar raðir eftir að samningaviðræður hans við Spartak Moskvu sigldu í strand. (Express)

Liverpool hafnaði tilboðum frá Huddersfield, Middlesbrough, Aston Villa, Rangers og Lyon í framherjann Dominic Solanke (20) í sumar. (London Evening Standard)

Florentino Perez, forseti Real Madrid, er reiður yfir fréttum þess efnis að Zinedine Zidane vilji stýra Manchester United. (Express)

Perez telur að tennisstjarnan Rafael Nadal geti tekið við forsetastólnum hjá Real Madrid einn daginn. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner