banner
   fim 13. september 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Sigurliðið mun hella 60 lítrum af mjólk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Stjarnan mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla klukkan 19:15 á laugardaginn.

Sigurliðið mun fá nóg af mjólk til að fagna með eftir leikinn.
Mjólkursamsalan er á ný styrktaraðli bikarkeppninnar og líkt og á árum áður þá fær sigurliðið mjólk til að fagna með.

Samtals verða 60 lítrar af mjólk frá Mjólkursamsölunni á verðlaunapallinum eftir leik.

Leikmenn sigurliðsin geta því fengið sér mjólkursopa og hellt mjólk yfir hvorn annan.

Eftir bikarúrslitaleik kvenna á dögunum fögnuðu Blikastúlkur með mjólk eftir leik.

Áhorfendur fá einnig mjólk á Laugardalsvelli á laugardaginn því boðið verður upp á ískalda mjólk og skúffuköku fyrir leikinn.

Sjá einnig:
Arnar Björns um úrslitaleikinn: Stjarnan líklegri
Rúnar Páll: Bikar sem vantar í Garðabæinn
Þóroddur Hjaltalín dæmir úrslitaleikinn
Þrír Blikar glíma við meiðsli í aðdraganda bikarúrslitaleiksins
Láttu vaða - Spurningaleikur
Óli Stefán um úrslitaleikinn: Ólíkir leikstílar
Dæmdu hverjir eru betri
Leiðin í úrslitaleikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner