Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. september 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Skilnaður foreldra spilaði inn í að Silva fór til Man City
Sáttur hjá City.
Sáttur hjá City.
Mynd: Getty Images
David Silva segir að það hafi verið ein besta ákvörðun ævi sinnar að ganga í raðir Manchester City fyrir átta árum síðan.

Silva var 24 ára þegar hann yfirgaf Valencia árið 2010 til að fara til Manchester City. Barcelona og Real Madrid vildu líka fá Silva en hann ákvað að fara til Englands.

„City vildi fá mig. Þeir höfðu hringt síðan í desember og beðið mig um að koma og spila með þeim," sagði Silva.

„Ég hugsaði, 'hver vill mig? City vill mig svo ég fer þangað."

„Á þessum tíma bjó ég með foreldrum mínum og þau voru að skilja svo þetta var rétti tíminn til að fara frá Spáni og upplifa eitthvað nýtt. Ég tók rétta ákvörðun."

Athugasemdir
banner
banner
banner