fim 13. september 2018 13:49
Elvar Geir Magnússon
Þóroddur Hjaltalín dæmir úrslitaleikinn
Þóroddur Hjaltalín dæmir úrslitaleikinn.
Þóroddur Hjaltalín dæmir úrslitaleikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur opinberað að Þóroddur Hjaltalín verður dómari í bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Breiðabliks á Laugardalsvelli á laugardagskvöld.

Þóroddur er einn allra reyndasti dómari landsins en hann dæmdi einnig bikarúrslitaleikinn 2012.

Frosti Viðar Gunnarsson og Eðvarð Eðvarðsson eru aðstoðardómarar á laugardaginn en fjórði dómari Jóhann Gunnar Guðmundsson.

Líkt og í undanúrslitum er fimm dómara kerfi á úrslitaleiknum. Sigurður Hjörtur Þrastarson og Jóhnn Ingi Jónsson eru sprotadómarar á leiknum.

Sjá einnig:
Þrír Blikar glíma við meiðsli í aðdraganda bikarúrslitaleiksins
Láttu vaða - Spurningaleikur
Óli Stefán um úrslitaleikinn: Ólíkir leikstílar
Dæmdu hverjir eru betri
Leiðin í úrslitaleikinn
Hvernig fer Man City - Arsenal á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner