Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 13. september 2019 20:43
Mist Rúnarsdóttir
Ásta Árna: Stefni á markaskóinn
Alltaf í boltanum. Ásta Árnadóttir spilar með Augnablik en er sjúkraþjálfari Vals og A-landsliðs kvenna
Alltaf í boltanum. Ásta Árnadóttir spilar með Augnablik en er sjúkraþjálfari Vals og A-landsliðs kvenna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög gott að tryggja okkur í Inkasso. Við eigum klárlega skilið að vera þar,“ sagði Ásta Árnadóttir, annar markaskorari Augnabliks, eftir 2-2 jafntefli gegn FH í Inkasso-deildinni.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Augnablik

„Við byrjuðum ekki alveg nógu vel en við ákváðum að halda áfram og spila okkar leik og í seinni hálfleik gekk það miklu betur. Við hefðum mátt taka öll stigin,“ sagði Ásta en lið Augnabliks kom mjög öflugt inn í síðari hálfleikinn og var ekki langt frá því að landa sigri.

„Það er búið að vera stígandi hjá okkur og alltaf betra og betra í hverjum leik. Við ætluðum að spila okkar leik og það tókst í seinni hálfleik. Það skilaði stigi en ég hefði viljað þrjú.“

Þó stigið hafi aðeins verið eitt þá dugar það Augnabliki til áframhaldandi veru í Inkasso-deildinni en Grindavík tapaði fyrir Haukum í kvöld og er fallið niður í 2. deild.

Það var skondið að markaskorarar Augnabliks voru yngsti og elsti leikmaður vallarins. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, fædd 2005, skoraði fyrri mark liðsins og reynsluboltinn Ásta, sem fædd er 1983, skoraði það síðara.

„Þetta var þriðja markið mitt í sumar og ég stefni á markaskóinn,“ sagði Ásta létt í lokin en hún þarf ekki að skora nema 20 mörk í lokaumferðinni til að eiga séns á honum.

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Ástu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner