Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 13. september 2019 17:00
Elvar Geir Magnússon
Björn Daníel: Víkingur með menn sem eru hungraðir í að vinna sinn fyrsta titil
Björn Daníel í leik með FH.
Björn Daníel í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, er að vonum spenntur fyrir bikarúrslitaleiknum á morgun þar sem Hafnarfjarðarliðið mun mæta Víkingum.

Björn tekur undir orð fyrirliðans Davíðs Þórs Viðarssonar um að tímabilið hjá FH verði dæmt af þessum leik.

„Annað hvort gerir þetta tímabilið mjög gott eða dregur það niður. Það er alltaf geggjað að spila bikarúrslit. Í svona leik þá skiptir engu máli hvar liðin eru í töflunni," segir Björn Daníel sem varð bikarmeistari með FH 2010.

„Fyrir mér er bikarúrslitaleikurinn einn skemmtilegasti leikur sem spilaður er á Íslandi. Ég man ekki hvernig tilfinningin var fyrir leikinn 2010 en hún var geggjuð eftir leikinn. Í fótbolta sækist maður eftir sigurtilfinningu."

FH vann KR 4-0 í mjög eftirminnilegum úrslitaleik.

„Þetta var ekki eitthvað sem maður bjóst við fyrir leikinn. Við spiluðum mjög vel og vorum vel undirbúnir."

FH er með meiri reynslu á stóra sviðinu en Víkingur. Hjálpar það á morgun?

„Ég ætla að vona það. Margir í liðinu hafa unnið Íslandsmeistarara- og bikarmeistaratitla. Það á að hjálpa okkur en Víkingur hefur marga leikmenn sem eru svangir í að vinna sinn fyrsta titil," segir Björn Daníel.
Athugasemdir
banner
banner