Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 13. september 2019 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Emery: Mustafi á framtíð hjá Arsenal
Mynd: Getty Images
Þýski varnarmaðurinn Shkodran Mustafi á enn framtíð hjá Arsenal samkvæmt Unai Emery.

Arsenal hefur reynt að losa sig við Mustafi í síðustu félagaskiptagluggum en án árangurs. Hann hefur ekki staðist væntingar frá komu sinni til félagsins þrátt fyrir að hafa átt mjög góða leiki inn á milli.

„Mustafi ákvað að vera áfram í sumar. Ég gaf góðfúslegt leyfi og núna byrjum við samstarf okkar aftur. Hann er partur af leikmannahópnum og mun vera notaður á leiktíðinni," sagði Emery.

„Ég veit ekki hvers vegna hann ákvað að vera áfram hjá félaginu. Ég sagði honum að hann fengi sömu meðferð og aðrir leikmenn hópsins. Ef hann stendur sig vel á æfingum á hann jafn mikinn möguleika og allir aðrir á byrjunarliðssæti."
Athugasemdir
banner
banner