fös 13. september 2019 17:15
Magnús Már Einarsson
Getur ekki lagt rútunni gegn Manchester City
Tveir markmenn á bekknum?
Daniel Farke stjóri Norwich.
Daniel Farke stjóri Norwich.
Mynd: Getty Images
„Ef ég myndi vilja það þá gæti ég ekki lagt rútunni því við eigum enga varnarmenn til," sagði Daniel Farke, stjóri Norwich, á fréttamannafundi í dag.

Mikil meiðsli eru hjá Farke en varnarmennirnir Max Aarons, Christoph Zimmerman, Timm Klose og Grant Hanley eru allir frá auk þess sem mjög tvísýnt er að Ben Godfrey nái leiknum.

Miðjumenninrir Tom Trybull, Moritz Leitner og Mario Vrancic eru líka frá keppni auk þess sem markvörðurinn Tim Krul er tæpur vegna meiðsla.

Farke gæti verið með tvo varamarkverði á bekknum á morgun til að ná að manna 18 manna hóp.

„Það voru fleiri strákar á sjúkrabekknum í dag heldur en á æfingavellinum. Þetta er snúin staða fyrir okkur," sagði Farke.
Athugasemdir
banner
banner
banner