Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 13. september 2019 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn PSG geta fengið mat sendan upp í stúku
Mynd: Getty Images
Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain eru búnir að staðfesta samstarf við Deliveroo, fyrirtæki sem sér um að senda mat frá verslunum til neytenda.

Þetta þýðir að stuðningsmenn PSG sem eru á heimaleikjum liðsins munu geta pantað sér mat beint í sætið, aðeins með að smella á einn takka í símanum.

Það mun þó ekki vera hægt fyrr en á næsta ári, þegar lokið hefur verið við að gera sérstakt leiðakerfi fyrir Deliveroo starfsmenn innan Parc des Princes.

Ligue 1, efsta deild í Frakklandi, er í opinberu samstarfi við Uber Eats, helstu samkeppnisaðila Deliveroo. Marseille er einnig með samning við Uber Eats.

Deliveroo gerði einnig samning við enska landsliðið og er merki fyrirtækisins framan á æfingagöllunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner