Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   sun 13. september 2020 16:52
Ester Ósk Árnadóttir
Andri Hjörvar: Brekkan varð bara brattari
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Mjög erfiður leikur. Við fengum mark á okkur mjög snemma í leiknum og það er alltaf erfitt að eiga við slíka brekku," sagði Andri Hjörvar þjálfari Þór/KA eftir 7-0 tap á heimavelli á móti Breiðablik.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  7 Breiðablik

„Brekkan varð svo bara brattari og brattari. Við náðum einhvern veginn aldrei að klifra hana."

Þór/KA fékk mark á sig strax á annarri mínútu þegar Hulda Karen varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

„Á móti svona liði með svona gæði þá er þetta eitthvað sem maður vill ekki lenda í en svona er fótboltinn. Það getur allt gerst sama hvaða mínúta það er. Því miður kom þetta mark bara mjög snemma á okkur og sló okkur í andlitið. Við þurfum að hafa karakter og gæði til að díla við svoleiðis."

Þór/KA konur voru oft á tíðum mjög langt frá leikmönnum Breiðabliks sem fengu oft á tíðum mikinn tíma til að athafna sig.

„Það voru smá atriði. Meter hér og þar, langt frá mönnum og þá ertu bara að gefa Breiðablik færi á að skapa hættu ef að þú gefur þeim þessi pláss. Taktíkin klikkaði líka aðeins og ég tek hana alfarið á mig. Stelpurnar reyndu eftir sínu fremsta megni að bregðast við því sem Blikarnir gerðu en því miður voru gæðin hjá Breiðablik það mikill í dag að margar sóknir enduðu bara með marki."

Þór/KA er einu stigi frá fallsæti og getur eftir leik FH og Þróttar í kvöld verið komnar í fallsæti.

„Það eru hörkuleikir framundan. Leikir sem við þurfum bara virkilega að vinna. Það er ekki nóg að taka stig lengur heldur verðum við að taka þrjú stigin og það er bara ákveðin krafa að fara að vinna leiki."

Þór/KA á FH í næsta leik sem verður að öllum líkindum sex stiga leikur þar sem liðin eru bæði í botnbaráttunni.

„Við höfum harmi að hefna. Þær unnu okkur 1-0 hérna heima og við þurfum að hefna okkar. Eins þurfum við að hugsa um hvern leik fyrir sig sama hvort það er FH eða eitthvað annað. FH er næst og við þurfum bara virkilega að fókusa á þann leik og taka þrjú stig."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner