Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 13. september 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingur hyggst bjóða Kyle samning
Lengjudeildin
Kyle McLagan
Kyle McLagan
Mynd: Raggi Óla
Í hlaðvarpsþættinum The Mike Show kom fram að Víkingur hefði áhuga á Kyle McLagan, miðverði Fram. Fram er á leið upp í efstu deild eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni.

Kyle gekk í raðir Fram í fyrra og hefur spilað mjög vel fyrir Fram. Núgildandi samningur Kyle rennur út eftir tímabilið. Kyle verður 26 ára í október.

„Ég er að heyra það að hann sé búinn að funda með Víkingi, að hann sé runninn út á samningi hjá Fram," sagði Mikael Nikulásson í þætti gærkvöldsins.

Fótbolti.net heyrði í Haraldi Haraldssyni, framkvæmdastjóra Víkings í dag. Er eitthvað til í því að þið séuð í viðræðum við Kyle?

„Nei, þetta er bara allt saman slúður. Engar viðræður, við erum bara að einbeita okkur að því að klára mótið," sagði Haraldur.

Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen, tveir af miðvörðum Víkings, munu að öllum líkindum leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.

Uppfært 12:30:
Fótbolta.net barst afrit af eftirfarandi tölvupósti sem Víkingur sendi Fram fyrir tveimur vikum í kjölfarið á birtingu fréttarinnar:

„Í samræmi við reglugerð KSÍ tilkynnist hér með að Víkingur hyggst ræða við Kyle Douglas McLagan og bjóða honum samning þegar núverandi samningur hans við Fram rennur út."

Fréttin birtist fyrst klukkan 12:18


Athugasemdir
banner
banner
banner