Antonio Conte, stjóri Tottenham, fór að Buckingham höll í London eftir andlát Elísabetar Englandsdrottningar til að votta virðingu sína.
„Það sem átti sér stað á Englandi síðustu daga er áfall. Hún var 96 ára gömul og í hreinskilni sagt þá átti ég erfitt með að trúa því að hún væri látin. Maður var farinn að halda að drottningin væri ódauðleg," segir Conte.
„Það ríkir mikil sorg því við erum að tala um einstakling sem þjónaði þessu landi á framúrskarandi hátt. Það er þjóðarsorg í landinu. Ég fór að Buckingham höll á föstudag eins og venjulegur einstaklingur, því ég er venjulegur einstaklingur með hjarta. Enska úrvalsdeildin tók mikilvæga ákvörðun um að fresta leikjum og sýndi drottningunni mikla virðingu með því."
„Við erum að tala um sögulegan atburð. Ég mun aldrei gleyma þessum dögum."
Tottenham mætir Sporting Lissabon í Meistaradeildinni í dag og mun svo leika gegn Leicester á laugardag.
Athugasemdir