fös 13. október 2017 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fimm leikmenn Ekvador bannaðir frá landsliðinu
Ekvador vann aðeins 2 leiki og tapaði 10 eftir að hafa unnið fyrstu 4 umferðirnar.
Ekvador vann aðeins 2 leiki og tapaði 10 eftir að hafa unnið fyrstu 4 umferðirnar.
Mynd: Getty Images
Fimm leikmenn Ekvador hafa verið bannaðir frá landsliðinu vegna slæmrar hegðunar degi fyrir 3-1 tapleik gegn Argentínu.

Landsliðsmönnunum fimm, sem eru ekki nafngreindir, er gefið að sök að hafa læðst út af liðshótelinu kvöldið fyrir leikinn.

Liðin mættust í lokaumferð undankeppni Suður-Ameríkuþjóða fyrir HM. Argentína þurfti sigur til að komast á HM en Ekvador var ekki að spila uppá neitt eftir fimm tapleiki í röð.

„Eftir að hafa farið yfir skýrslu Jorge Celico (landsliðsþjálfari Ekvador) eru allir meðlimir nefndarinnar sammála um að þessum fimm leikmönnum verði bannað að spila með landsliðinu þar til önnur ákvörðun verður tekin," stendur í yfirlýsingu frá ekvadorska knattspyrnusambandinu.

Heimamenn komust yfir á fyrstu mínútu en Lionel Messi setti þrennu og tryggði farmiða samlanda sinna til Rússlands.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner