fös 13. október 2017 12:30
Magnús Már Einarsson
Gylfi: Stór vika fyrir okkur
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
„Við þurfum að komast aftur á sigurbraut," sagði Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton, um leikina sem eru framundan hjá liðinu.

Everton er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið heimsækir Brighton á sunnudaginn.

Í kjölfarið eru framundan heimaleikir gegn Lyon í Evrópudeildinni á fimmtudag og gegn Arsenal sunnudaginn þar á eftir.

„Þetta voru mjög svekkjandi úrslit gegn Burnley í síðasta leik svo það er mikilvægt fyrir okkur að byrja að ná í stig og það væri gott að gera það á sunnudaginn."

„Þetta er stór vika fyrir okkur. Við eigum þrjá leiki á átta dögum og það er mikilvægt fyrir okkur að byrja þetta vel og ná góðum úrslitum egn Brighton."


Gylfi hjálpaði Íslandi að komast á HM í fyrsta skipti síðastliðinn mánudag en nú fer einbeiting hans aftur á Everton.

„Þetta er bara fótbolti. Það er frekar auðvelt að fara að spila aftur með félagsliðinu. Við erum vanir þessu og ég held að leikmennirnir verði klárir á sunnudaginn," sagði Gylfi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner